Bandaríski tæknirisinn Apple hefur áform um að gefa út skuldabréf upp á 17 milljarða dala, jafnvirði næstum 1.900 milljarða íslenskra króna. Útgáfan markar skref í bandaríska fyrirtækjasögu en þetta verður með stærri skuldabréfaútgáfum þar í landi. Apple vermir jafnframt toppsætið en fyrirtækið gaf út jafn hátt skuldabréf fyrir ári.

Fyrir ári var heilmikil eftirspurn eftir þátttöku í útboðinu en fjárfestar vildu kaupa skuldabréf Apple fyrir 50 milljarða dala.

Fjallað er um málið í breska dagblaðinu Financial Times . Þar segir m.a. að andvirðið eigi að nota til endurkaupa á hlutabréfum Apple fyrir 60 til 90 milljarða dala í stað þess að ganga á sjóði. Apple á 150 milljarða dala í sjóðum. Megnið eða 130 milljarðar dala eru geymdir í sjóðum utan Bandaríkjanna. Í Financial Times segir að verði fjármagnið flutt heim þyrfti Apple að greiða 35% skatt af heildarfénu.