Tæknirisinn Apple hefur misst stöðu sína sem verðmætasta fyrirtæki í heimi sem skráð er á markað. Þetta var ljóst í gær eftir hlutabréf Apple héldu áfram að falla í verði. Bréf Apple lækkuðu í gær um 2,4% ofan á lækkun upp á 12% frá því á fimmtudag. Bréf Apple hafa lækkað um 37% frá sínu hæsta gildi í september. Þetta kemur fram á vef BBC um málið.

Það er olíufélagið Exxon Mobil sem endurheimtir þar með toppsætið frá Apple. Félagið vermdi áður toppsætið á árunum 2005 til 2011 þegar heildarmarkaðsverðmæti Apple var orðið hærra.