Berkshire Hathaway, fjárfestingafélag Warren Buffet, á nú hlutabréf í Apple að andvirði rúmlega 91 milljarð dollara sem gerir um 43% af heildar eignasafni félagsins.

Hathaway hefur keypt töluvert af hlutabréfum í Apple síðastliðið sem voru um fjórðungur af eignasafni þess á síðari hluta 2018.  Marketwatch greinir frá.

Sjá einnig: Buffet blekktur í 120 milljarða kaupum

46 eignir eru í eignasafni Hathaway. Ef eignarhlutur 44 þeirra væri lagður saman myndi virðið ekki ná upp eignarhlut Hathaway í Apple. Því er ljóst að Buffet standi við orð sín er hann segir að dreifing á eignasafni sé ónauðsynlegt þegar menn vita hvað þeir eru að gera. Í slíkum tilfellum skuli leggja mikið fjármagn í fáar fjárfestingar.

„Ég hugsa ekki um Apple sem hlutabréf, ég hugsa um Apple sem þriðja fyrirtækið okkar,“ er haft eftir Buffet í viðtali við CNBC þar sem hann vitnar í dótturfélögin Geico og BNSF.

Sjá einnig: Buffet kaupir dótturfélag Dominon Energy