Tæknirisinn Apple er svalasta vörumerkið í Bretlandi samkvæmt vörumerkjakönnun CoolBrands sem BBC greinir frá . Apple steypir þar með Aston Martin af stóli sem svalasta vörumerkið. Aston Martin hafði hlotið þann heiður í sex af síðustu sjö ksiptum sem könnunin hefur verið útfærð.

Úrslit könnunarinnar velta á svörum 3.000 þáttakenda og 39 manna dómnefndar sem skipuð er af sérfræðingur. Meginbreytingarnar í ár á listanum yfir 20 svölustu vörumerkin eru þær að fjórðungur merkjanna eru ókeypis fyrir notendur og má meðal annars nefna Youtube, Twitter og Google. Þá hafa nokkur svokölluð munaðarvörumerki á borð við Maserati, Ferrari og Chanel dottið út af listanum.

Listinn yfir 20 svölustu vörumerkin:

  1. Apple
  2. YouTube
  3. Aston Martin
  4. Twitter
  5. Google
  6. BBC iPlayer
  7. Glastonbury
  8. Virgin Atlantic
  9. Bang & Olufsen
  10. Liberty
  11. Sony
  12. Bose
  13. Haagen-Dazs
  14. Selfridges
  15. Ben & Jerry's
  16. Mercedes-Benz
  17. Vogue
  18. Skype
  19. Nike
  20. Nikon