Samkvæmt skýrslu frá Apple eyðir fyrirtækið um 700 þúsund dollurum, eða rúmum 93 milljónum íslenskra króna, árlega í öryggisþjónustu fyrir forstjórann, Tim Cook. Þessu greinir Business Insider frá.

Í samanburði við eyðslu annarra tæknifyrirtækja í öryggisgæslu, meðal annars í lífverði, er þetta ekki há upphæð. Amazon eyddi mestu í að verja forstjóra sinn á árinu 2013, um 1,6 milljónir dollara, eða sem nemur 214 milljónum íslenskra króna í að öryggisgæslu fyrir Jeff Bezos. Á þeim tíma eyddi fyrirtækið Oracle 1,5 milljón dollara, eða um 200 milljónum íslenskra króna í að gæslu fyrir Larry Ellison þáverandi forstjórann.