Apple er langverðmætasta vörumerki heims en það er metið á um það bil 170,3 milljarða dala, eða um 21.500 milljarða króna. Þetta kemur fram á lista ráðgjafafyrirtækisins Interbrand .

Google er næst verðmætasta vörumerki heims en það er metið á um 120,3 milljarða dala og eykst um 12% milli ára.

Coca Cola er þriðja verðmætasta vörumerkið en verðmæti þess er talið vera um 78,4 milljarða dala og lækkar um 4% milli ára.

Fjórða verðmætasta vörumerkið er Microsoft en verðmæti þess eykst um 11% milli ára og er metið á um 67,7 milljarða dala.

Fimmta verðmætasta vörumerkið er IBM en verðmæi þess er um 65,1 milljarður dala og lækkar um 10% milli ára.