Hlutabréf í Apple lækkuðu um allt að 6% á Wall Street í dag. Lokagengi bréfanna var 4% lægra en það var fyrir helgi en kauphöllin var lokuð í gær vegna frídags. Steve Jobs, stofnandi og forstjóri, tilkynnti starfsmönnum í gær að hann stígi tímabundið til hliðar frá daglegum rekstri vegna heilsu sinnar.

Auk stjórnarbreytinga birti félagið ársfjórðungsuppgjör eftir lokun markaða í dag. Sala jókst um 78% frá fyrri ársfjórðungi. iPhone, tölvur og nýjasta afurð Apple, iPad, seldust vel og jókst um 71%.

Hagnaður nam 6 milljörðum dala samanborið við 3,38 milljarða dala hagnað sama ársfjórðung í fyrra.

Uppgjör félagsins var birt eftir lokun markaða í dag.