Apple fer fram á 2,5 milljarð dollara í bætur frá Samsung vegna höfundarréttarbrota Samsung gegn Apple. Apple heldur því fram að Samsung Galaxy vörur, símar og spjaldtölvur, séu of líkar Apple vörum eins og iPhone og iPad.

Apple heldur því fram að Samsung hafi með þessu náð hagnaði af Apple sem nemur 500 milljónum dollurum. Fyrirtækin áttu þegar skipulögð réttarhöld 30.júlí næstkomandi vegna höfundarréttamála.

Fyrir stuttu hittust forstjórar Apple og Samsung til að leysa úr þessum málum sem gekk ekki upp. Þetta kemur fram á vef The Register.