Bandaríski tæknirisinn Apple, hefur ráðið til sín einn virtasta fræðimann á sviði gervigreindar (e. artificial intelligence) frá Carnegie Mellon háskóla. Maðurinn heitir Russ Salakhutdinow, en hann hefur unnið að fjöldamörgum rannsóknum hjá mörgum af virtustu háskólum í heimi.

Prófessorinn tilkynnti ráðninguna á Twitter síðu sinni fyrr í dag. Apple hefur undanfarin ár ekki haldið í við fyrirtæki á borð við Google á sviði gervigreindar. Fyrirtækið hefur undanfarna mánuði veirð í mikilli sókn og hefur til að mynda keypt rúmlega 5 ný fyrirtæki sem starfa á þessu sviði.

Sérfræðingar á sviði gervigreindar hafa forðast Apple undanfarin ár, þar sem fyrirtækið hefur farið fram á mikla þagnarskyldu. Fræðimenn á sviðinu vilja engu að síður getað byrt uppgötvanir sínar og aukið þekkingarjaðar mannkynsins.