Apple hefur ákveðið að hefja framleiðslu á eigin örgjörvum og þar með bundið enda á fimmtán ára samstarf við örgjörvaframleiðandann Intel. Frá þessu er greint á vef Wall Street Journal.

Stefnir Apple á að hefja sölu á tölvum sem innihalda Apple örgjörva síðar á þessu ári. Að sögn tæknirisans eru örgjörvar félagsins skilvirkari, auk þess sem þeir bjóði upp á aukin gæði hvað grafík varðar.

Bréf félagsins hækkuð talsvert í kjölfarið, úr 359 dollurum i rúmlega 371. Hækkunin hefur að hluta til gengið til baka en bréfin standa nú í 361 dollara hvert.