Bloomberg sagði frá því í dag að heimildir þeirra hermdu að Apple vinni nú að því að hanna og þróa þráðlaus hleðslutæki fyrir iPhone-snjallsíma sína.

Slík tækni er ekki algjörlega nú af nálinni. Keppinautar Apple hafa sumir hverjir prófað sig áfram með hana - en þá hefur verið hægt að skilja símann sinn eftir á þar til gerðri mottu eða þvíumlíku.

Þá má einnig nefna að Apple hefur þegar þróað sérstaka hleðslutækni með Apple Watch-snúrunum - þær eru með segli sem festir sig við bakhlið úrsins og hleður rafhlöðuna án þess að stinga hleðslusnúru inn í úrið sjálft.

Orðrómarnir sem um ræðir telja þó líklegra að Apple vinni að því að þróa hleðslugræjur sem draga einhverju lengra. Þá gætirðu e.t.v. setið við skrifborðið og haft símann í vasanum, meðan hann hlæðist.

Ýmisleg vandamál fylgja þó slíku fyrirkomulagi. Til að mynda verður milliflutningur orku sífellt óskilvirkari því lengra sem bilið milli móttakandans og sendandans verður.