Nú styttist í að þau smáforrt sem notendur hafa halað niður af iTunes smáforritaverslun Apple verði 50 milljarðar talsins. Til að fagna áfanganum ætlar Apple að gefa þeim sem kaupir fimmtíu milljarðasta forritið inneignarnótu í iTunes versluninni upp á 10.000 dali, andvirði um 1,1 milljón króna.

Þá ætlar Apple að gefa þeim næstu fimmtíu viðskiptavinum sem á eftir koma inneignarnótur upp á 500 dali.

Í janúar varð fjöldi niðurhalaðra smáforrita í versluninni 40 milljarðar og hefur því aðeins tekið um fjóra mánuði að selja 10 milljarða forrita í viðbót.

Um 850.000 smáforrit eru í boði í versluninni og skilar verslunin Apple um 1,5 milljörðum dala í veltu á ári.