Apple hefur boðist til að endurgreiða kaupendum nýja iPadsins í Ástralíu þar sem þeir voru blekktir. Neytendasamtök Ástralíu hefur stefnt Apple fyrir misvísandi auglýsingar því spjaldtölvan virkar ekki á 4G neti Ástrala. Þetta kemur fram á vef BBC.

Lögfræðingar Apple segjast vera tilbúnir að birta skýrari auglýsingar en fallast ekki á að hafa blekkt neytendur. Ástralska samkeppnis- og neytendaeftirlitið segir að auglýsingar þess eðlis að nýi iPadinn virki á þráðlausu netunum "WiFi" og "4G" með  venjulega símakorti en það er ekki raunin. Í kjölfarið lagði eftirlitið fram kæru þar sem Apple er krafið um sektargreiðslu, skýrari auglýsingar og endurgreiðslu til viðskiptavina. Reiknað er með að málið verði tekið fyrir hjá áströlskum dómstólum í páskavikunni.