Hlutabréf Apple höfðu lækkað um 7,6% frá mánudeginum til dagsins í dag. Lækkunin kom í kjölfar kynningar á nýjum ódýrum síma Apple, Iphone 5c. Hins vegar hækkuðu hlutabréfin um 1,06% í dag. Forsvarsmönnum og hluthöfum Apple ætti því að vera létt, í bili að minnsta kosti.

Margir hafa velt þeirri spurningu upp eftir kynninguna á ódýra símanum, hvort hann sé nægjanlega ódýr til að keppa við ódýru síma frá samkeppnisaðilunum. Þetta gera bæði Wall Street Journal og Financial Times í blöðum sínum í dag.

Aldrei áður hafa hlutabréf Apple lækkað svona mikið í kjölfar kynningar á nýjum Iphone, en síminn kom fyrst á markað sumarið 2007.