Apple er stærsta fyrirtæki Bandaríkjanna sem er skráð á hlutabréfamarkaði. Af öllum félögum sem eru skráð í Standard & Poor's 500 vísitölunni nemur markaðsverðmæti Apple 4,4%. Árið 2007 var hlutdeild Apple um 1%.

Gengi Apple lækkaði í gær um 2,46% og hefur lækkað um 10% frá 9 apríl þegar gengið fór í 636, en gengi félagsins hefur aldrei verið hærra. Þrátt fyrir lækkanir síðustu daga hefur gengið hækkað yfir 40% frá áramótum.

Gengi Apple getur ákvarðað hvort vísitölurnar Standard & Poor's 500 og Nasdaq hækkað eða lækkað.

Erfitt er að segja hvort hlutabréfin munu hækka, lækka eða standa í stað á næstu dögum og vikum.

Wall Street Journal fjallar um málið í sjónvarpi sínu í dag.