Bandaríski tölvurisinn Apple hefur lækkað um 9,1% frá því í síðustu viku, þegar gengi félagisns fór í 644. Gengið er nú 585. Gengið hefur þrátt fyrir lækkanir síðustu daga hækkað um 45% frá áramótum.

Gengi félagsins hefur lækkað síðustu fimm viðskiptadaga og hefur lækkað um 3,3% það sem af er degi í kauphöllinni á Wall Street.

Sérfræðingar eiga erfitt með að átta sig á lækkunum nú. Sumir telja einfaldlega að samkeppnisaðilar séu að ná vopnum sínum og því hljóti félagið að lækka. Aðrir spá því að gengið fari í 1.000.

Markaðsverðmæti Apple í dag 546 milljónir dala og fór hæst í rúmlega 600 milljónir dala.

Wall Street í New York.
Wall Street í New York.
© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)