*

sunnudagur, 25. júlí 2021
Innlent 9. febrúar 2017 20:00

Apple hefur litlar áhyggjur af Bretlandi

Tim Cook hefur litlar áhyggjur af framtíð Bretlands utan Evrópusambandsins.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Bandaríski tæknirisinn Apple hefur litlar áhyggjur af útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Þetta kemur fram á vef BBC, en haft er eftir Tim Cook forstjóra félagsins.

Cook hitti Theresu May á Downing Street og ræddi meðal annars um uppbyggingu nýrra höfuðstöðva fyrir bretlandsmarkað og um framtíði fyrirtækisins innan Bretlands eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.

Tim Cook sagði Apple hafa mikla trú á Bretlandi og taldi allt verða í fínasta lagi. Hann neitaði því þó ekki að útgangan gæti tekið sinn toll á samfélagið.

Alls starfa um 300.000 einstaklingar fyrir Apple í Bretlandi. Nýju bresku höfuðstöðvar fyrirtækisins munu rísa við Battersea Power Station og munu um 1.600 einstaklingar starfa þar.

Stikkorð: Apple Bretland Tim Cook