Tími borðtölvunnar er liðinn, að sögn Tim Cook, forstjóra bandaríska tæknirisans Apple. Cook, sem tók við forstjórastólnum af Steve Jobs í ágúst í fyrra.

Ráðstefna Apple stendur nú yfir í San Francisco í Bandaríkjunum þar sem gert er ráð fyrir að ný iPhone-sími verður kynntur til sögunnar.

Cook fjallaði um iPad-spjaldtölvuna í byrjun ráðstefnunnar og fór yfir sögu hennar í stuttu máli. Hann sagði m.a að tölvan hafi selst í 82 milljónum eintaka og 250 þúsund smáforrit fyrir hana í lok júní. Tölvan hefur breytt tölvunotkun, sem sé stór skref á rétt rúmum tveimur árum. Fyrsta iPad-tölvan kom á markað í apríl árið 2010.