Í kjölfar ráðstefnu MacWorld í San Fransisco þar sem tölvuframleiðandinn Apple kynnti nýjan síma fyrirtækisins, iPhone, hækkuðu hlutabréf í fyrirtækinu um 8,3%, segir í frétt Dow Jones.

Apple stóð í 92,57 Bandaríkjadölum við lok markaðar og hafði aldrei verið hærri.

Síminn mun kosta frá 500 til 600 Bandaríkjadali og kemur á Bandaríkjamarkað í júní, en talsmenn Apple segja að iPhone marki straumhvörf á farsímamarkaði.