Apple hyggst innleiða forrit í iOS hugbúnaðinn sinn sem skannar eftir myndum af barnaníði, samkvæmt heimildum Financial Times .
Netrisinn kynnti fyrirhugaða kerfið „neuralMatch“ fyrir nokkrum bandarískum fræðimönnum fyrr í vikunni. Um er að ræða sjálfvirkt kerfi sem sendir tilkynningar, ef það telur að um ólöglegar myndir sé að ræða, af fyrra bragði til starfsmannateymis sem hefur svo samband við viðeigandi löggæslu ef grunur forritsins er staðfestur.

Breytingin á hugbúnaðinum myndi upphaflega einungis ná til Bandaríkjanna. Heimildarmenn FT telja að von sé á að frekari upplýsingar um kerfið verði birtar opinberlega á næstu dögum. Apple neitaði að tjá sig um málið.

Framangreint kerfi er tilraun Apple til að finna milliveg á milli eigin málstað um að vernda persónugögn notenda og aukinna krafa frá stjórnvöldum víðs vegar um heim um aðstoð við glæparannsóknir, líkt og hryðjuverk eða barnaklám.

Sérfræðingar í öryggismálum hafa þó varið við að áform fyrirtækisins gæti opnað dyrnar fyrir aukið eftirlit stjórnvalda með milljónum snjallsíma og einkatölva umfram tilgang forritsins.

Facebook samþykkti á síðasta ári að greiða 7,6 milljarða króna til 11 þúsund starfsmanna sem sjá um að hreinsa samfélagsmiðilinn af óhugnanlegu myndefni til að bæta þeim upp fyrir geðrænna vandamála sem fylgja vinnunni.