Bandaríska tæknifyrirtækið Apple ætlar að færa framleiðslu frá Kína vegna óróans í landinu. Wall Street Journal hefur þetta eftir ónafngreindum heimildarmönnum.

Ástandið í Kína hefur valdið því að færri Iphone símar hafa borist til Íslands en ný útgáfa af þeim kom á markað í september.

Stærstur hluti framleiðslunnar á vörum Apple er í Kína. Fyrirtækið hyggst færa framleiðsluna til Víetnam og Indlands.

Foxconn er helsti samstarfsaðili Apple í Kína og sér fyrirtækið um stóran hluta framleiðslunnar þar í landi.

Apple borg

Í borginni Zhengzhou búa 10 milljónir manna. Um 300 þúsund manns vinna fyrir Foxconn í samsetningu á Apple vörum. Sá hluti borgarinnar sem starfsemin fer fram í er kölluð Apple borg.

Í lok október urðu mikil átök á svæðinu milli starfsmanna verksmiðjunnar og lögreglu. Starfsmenn kröfðu bættra kjara og slakari Covid-reglna.

Átökin urðu til þess að Apple hyggst nú færa framleiðsluna.