Bandaríski tæknirisinn Apple ætlar í mál við svissnesku úrasamsteypuna Swatch.

Apple segir nýju markaðsherferð Swatch líkjast "think different" herferðinni sem var uppi milli 1997 og 2002.

Swatch hefur aftur á móti verið að auglýsa úr og kallað herferðina "tick different".

Apple mun þó líklegast þurfa að sanna það fyrir dómstólum að 50% neytenda tengi "tick different" við Apple vörur.

Swatch fékk leyfi fyrir "tick different" herferðinni í Bandaríkjunum árið 2015, en samkeppnisyfirvöld settu þá ekkert út á herferðina.