Tölvuframleiðandinn Apple hefur tilkynnt um afturköllun 1,8 milljón rafhlaða í fartölvum, þetta gerist í kjölfar svipaðra aðgerða Dell fyrir skömmu, segir í frétt Dow Jones.

Apple hyggst kalla inn 1,1 milljón rafhlaða í Bandaríkjunum og 700.000 rafhlöður í öðrum löndum, en hlutar í rafhlöðunum voru framleiddir af Sony Corp. sem einnig framleiddi sömu hluti fyrir Dell, en Dell kallaði inn 4,1 milljón raflaða þann 14. ágúst síðastliðinn.

Níu aðskilin atvik hafa verið tilkynnt þar sem rafhlöður í Apple fartölvum hafa ofhitnað og í einhverjum tilfellum öllið smávægilegu eignatjóni og brunasárum.

Talið er að tap af völdum innkallanna nemi á bilinu 12 til 18 milljarða króna, en Sony mun greiða hluta kostnaðarins.