Tæknitítaninn Apple hefur nú ljóstrað því upp að félagið hyggist taka tónlistarþjónustu sína, Beats Music, úr sambandi þann 30. nóvember 2015.

Ástæðan er einfaldlega sú að Apple Music, ný tónstreymiþjónusta félagsins, er í algjöru forrúmi.

Eftir að gerð var útgáfa af Apple Music forritlingnum fyrir Android-stýrikerfi fannst Apple einfaldlega ekki þörf á því að viðhalda Beats-streyminu.

Þar eð Apple Music bauð upp á allt sem Beats gerði og meira til er ekki mikið vit í að viðhalda báðum samtímis.

Notendum Beats hefur verið boðið að færa aðganga sína og sinn valda tónlistarsmekk, sem kemur inn í algrím beggja forritanna, yfir á Apple Music.

Apple keypti Beats Music af rapparanum Dr. Dre og Jimmy Iovine fyrir þrjá milljarða bandaríkjadala í maí 2014.