*

fimmtudagur, 17. júní 2021
Erlent 2. ágúst 2018 16:20

Apple komið yfir þúsund milljarða dollara

Markaðsvirði tæknirisans Apple er komið yfir þúsund milljarða bandaríkjadollara. Fyrirtækið er það fyrsta í Bandaríkjunum til að ná því takmarki.

Ritstjórn
Tim Cook, forstjóri Apple.
epa

Verð á hlutabréfum í bandaríska tæknirisanum Apple hækkaði um 2,75% í dag og er því markaðsvirði fyrirtækisins komið yfir þúsund milljarða bandaríkjadala, sem jafngildir yfir hundrað þúsund milljörðum íslenskra króna, fyrst bandarískra fyrirtækja. Þetta kemur fram í frétt Financial Times.

Upphæðin nemur tæplega 40-faldri landsframleiðslu Íslands, eða tæplega 120-földum fjárlögum 2018, og er hærri en landsframleiðsla Tyrklands, sem er 17. stærsta hagkerfi heimsins.

Hlutabréf fyrirtækisins hafa hækkað í kjölfar mikillar sölu á iPhone X og tekjur fyrirtækisins hafa hækkað mikið síðan fyrirtækið setti á markað vörur líkt og Apple Watch.