*

miðvikudagur, 20. október 2021
Erlent 1. nóvember 2010 13:06

Apple kærir Motorola vegna einkaleyfis

Ritstjórn

Apple hefur stefnt Motorola farsímaframleiðanda vegna brota á einkaleyfislögum. Kæran kemur mánuði eftir að Motorola stefndi Apple vegna samskonar brota á lögum.

Í stefnunni segir Apple að félagið hafi einkaleyfi á ákveðnum þáttum snertiskjáa og notendaviðmóti og telur félagið að margar tegundir Motorola síma virði ekki einkaleyfið.Málið var tekið fyrir síðastliðinn föstudag.

Hlutdeild fyrirtækjanna á farsímamarkaði hefur breyst mikið á síðustu árum. Þannig var Motorola annar stærsti símaframleiðandi heims árið 2006 en er nú sá sjöundi stærsti. Á meðan hafa iPhone símar Apple selst í bílförmum og seldust til að mynda 14,1 milljón eintök á tímabilinu júní til september 2010.