*

sunnudagur, 16. febrúar 2020
Erlent 4. júní 2019 18:58

Apple kveður iTunes

Apple hefur greint frá því að tónlistarforritið iTunes muni víkja fyrir Apple Music, Apple Podcasts og Apple TV.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Apple hefur greint frá því að tónlistarforritið iTunes muni víkja fyrir Apple Music, Apple Podcasts og Apple TV. Það er því komið að leiðarlokum hjá tónlistarforritinu sem Apple kynnti til leiks fyrir um það bil átján árum síðan, eða árið 2001. Greint er frá þessu á vef BBC.

Fyrirtækið sagði frá þessum áformum sínum á árlegum fundi sem haldinn er í San Jose. Ýmsar fleiri nýjungar voru kynntar til leiks og boðaði tæknirisinn að öryggisstillingar í tækjum félagsins yrðu efldar til muna.

Meðal helstu nýjunga sem kynntar voru til leiks má nefna nýtt stýrikerfi fyrir iPhone síma sem nefnist iOS 13, nýja útgáfu af Apple Watch, auk nýrrar gerðar af fartölvunni Apple Mac Pro. 

Stikkorð: Apple iTunes