*

sunnudagur, 25. júlí 2021
Erlent 14. október 2020 13:01

Apple kynna iPhone 12 með 5G

Ný símalína Apple styðja við háhraðainternet og koma bæði í extra lítilli og stórri útgáfu. Hægt að hlaða þráðlaust.

Ritstjórn
Tim Cook forstjóri Apple á kynningunni fyrir nýju iPone 12.

Bandaríski tæknirisinn Apple kynnti í gær nýja línu iPhone síma sinna sem styðja við 5G farsímakerfið og eru með öflugri myndavélum en áður. Nýju símarnir heita iPhone 12, en í hönnun þeirra virðist sem sé ákveðið afturhvarf til iPhone 4 og 5 með harðari hornum í stað þeirra ávalari skjáa sem verið hafa að ryðja sér braut í símum undanfarin ár.

Jafnframt verða tvær myndavélar á baki símanna sem báðar styðja við nætursjón, auk þess sem nýtt keramík gler á að gera skjái símanna sterkari. Skjárinn verður 6,1 tommur að stærð á flestum símunum. Loks verða skjáir allra útgáfa símans með OLED tækni, hingað til hafa ódýrari símar Apple notað LCD skjái.

Nýju símarnir verða í boði í svartri, hvítri, blárri, rauðri og grænni útgáfu. Hægt verður að velja á milli 64 GB, 128 GB og 256 GB útgáfa. Eins og Viðskiptablaðið sagði frá á dögunum gengu spár eftir um að Apple myndi kynna nú í fyrsta sinn síma sem styðja við nýja 5G farsímakerfið.

Allir símarnir í nýju línunni styðja við 5G farsímakerfið en það á að verða mun hraðvirkari en þau sem farsímar styðja við í dag. Hefðbundinn iPhone 12 kostar 829 Bandaríkjadali i forpöntun, sem samsvarar um 115 þúsund íslenskum krónum en þeir koma út 23. október næstkomandi.

Smærri og risaútgáfa líka í boði

Auk hefðbundinna iPhone síma í fullri stærð kynnti Apple smærri útgáfu, iPhone mini, sem verður með 5,4 tommu skjá, þó að öðru leiti sé hann jafnöflugur og síminn sem verður í fullri stærð. Hægt er að panta hann á 729 dali, sem samsvarar nú um 101 þúsund krónum, en hann kemur ekki út fyrr en 13. nóvember næstkomandi.

Loks verður nýr iPhone 12 Pro Max stærri en hefðbundnu símarnir, eða með 6,7 tommu skjá, en það verður jafnframt stærsti sími Apple hingað til. Á honum verða þrjár myndavélar á bakhliðinni auk stálumgjarðar. Hægt verður að panta hann á 1.099 dali, eða sem samsvarar 139 þúsund krónum og kemur hann út 13. nóvember.

Nýr iPhone 12 Pro sem verður í hefðbundinni 6,1 tommu skjástærð kostar hins vegar 999 dali, og kemur hann út 23. október næstkomandi.

Þráðlaus hleðsla en engin heyrnartól né kló

Auk farsímanna boðaði Apple nýja Homepod línu fyrir hátalarakerfi sín sem tengd eru Siri gervigreindarhugbúnaði fyrirtækisins, en nýju hátalararnir verða kúlulaga og koma í gráum og hvítum lit. Hægt verður að panta hann á 99 dali, eða tæplega 14 þúsund og kemur hann út 6. nóvember.

Jafnframt boðaði fyrirtækið nýjan þráðlausan hleðslubúnað, MagSafe, sem hægt er að nota til að hlaða símana, jafnvel þó verði í hulstri. Þó áfram verði hleðslusnúrur innifaldar þá verður ekki lengur kló í nýju símalínunni, né heldur í kössunum fyrir nýju Appla Watch úrin. Loks verður ekki heyrnartól með þræði innifalin í nýju símunum.

Stikkorð: Apple Tim Cook EarPods iphone 12 Homepod