Tryggir aðdáendur vörumerkisins Apple biðu margir í ofvæni eftir að berja tvo nýja iPhone síma augum í gær, iPhone 11 og Phone 11 pro. Símarnir voru í samræmi við væntingar og varla það. Margir höfðu reiknað með að Apple myndi kynna G5 síma til leiks þar sem G5 samband er nú í boði víðsvegar til að mynda í London og samkeppnisaðilarnir hafa nú þegar riðið á vaðið og sett G5 síma á markað.

Helsta nýjungin sem kynnt var til sögunnar í gær fólst í nýrri bakmyndavél, svokallaðri ultrawide linsu. Þá er nýju símarnir vera búnir rafhlöðu sem endist 4-5 tímum lengur en í iPhoneX símunum.

Apple ber höfuð og herðar yfir keppinauta sína hvað varðar framleiðni af hverjum síma en markaðshlutdeild iPhone er á niðurleið. Fjöldi framleiddra síma hefur dregist saman um nær 15% á milli ára og markaðshlutdeild iPhone er nú í kringum 10%. Á sama tíma hefur framleiðsla á kínverska Huawei vaxið um 32% og er nú kominn með nær 18% markaðshlutdeild.

Fyrirætlanir sem kynntar voru fyrir Apple TV+ vöktu mesta athygli en Apple hyggst undirbjóða keppinauta sína Netflix og Disney og bjóð mánaðaráskrift á 4,99 dollara. Auk þess munu þeir sem kaup Apple tölvur fá eins árs áskrift í kaupbæti.