Gengi hlutabréfa Apple hefur lækkað um 2,7% það sem af er degi eftir að greiningarfyrirtækið Mizuho breytti ráðgjöf sinni um stöðu Apple úr „kaup" í „hlutlausa" stöðu og lækkuðu jafnframt verðmat sitt á fyrirtækinu úr 160 dollurum á hlut niður í 150 dollara á hlut.

Segir Mizuho að væntingar vegna komandi vöruútgáfu Apple séu að fullu komnar inn í hlutabréfaverð fyrirtækisins og megi gera ráð fyrir lítilli hagnaðarvon héðan í frá.

Hlutabréfaverð Apple hefur lækkað um 6,5% síðan á föstudag og stendur nú í 144,98 dollurum eftir að hafa staðið í 154,99 dollurum við lokun markaða á fimmtudag.