Markaðshlutdeild Apple á markaði með spjaldtölvur er 73 prósent, samkvæmt fyrirtækinu Forrester Research. Enginn keppinauta Apple er með meira en 5% hlutdeild á markaðinum.

Apple kom fyrst fyrirtækja fram með spjaldtölvu. Næsta kynslóð af iPad, spjaldtölvu Apple, verður kynnt á morgun. Í frétt Bloomberg um málið kemur fram að keppinautum hefur til þessa ekki tekist að veita Apple samkeppni. Tölvur fyrirtækja líkt og Sony, Samsung og Toshiba hafa notið lítilla vinsælda í samanburði við vinsældir iPad tölvunnar.

Samkvæmt Forrester mun um þriðjungur Bandaríkjamanna eiga spjaldtölvu árið 2016.