Apple Music, tónstreymiþjónusta tæknijötunsins bandaríska, fór í loftið í júní á síðasta ári. Nú hafa borist fréttir þess efnis að greiðandi áskrifendur séu orðnir 10 milljón talsins.

Aðeins sex mánuðir eru liðnir frá því að þjónustan fór í loftið. Þá náði Spotify þessu magni áskrifenda eftir heil 6 ár.

Ljóst er að Apple hafði stórt forskot, þar eð nánast allir notendur iPhone-snjallsímans notfærðu sér Music-forritið í símanum sínum, og þeir sem ekki gerðu það höfðu notað iTunes áður en Apple Music var sett á laggirnar.

Þess er vænt að notendavöxtur Apple Music muni ná 20 milljónum notenda í lok árs 2016, ef fram horfir sem hefur - en þá hefur þjónustan náð sama áskrifendagrunni og Spotify hefur aflað sér gegnum árin.

Þess ber þó að geta að Spotify hefur einhverja 80 milljón hlustendur sem ekki greiða mánaðargjald fyrir tónstreymiþjónustuna, en í staðinn hlusta þeir á auglýsingar sem veitir félaginu einnig tekjur.