*

mánudagur, 26. júlí 2021
Innlent 17. maí 2013 09:03

Apple nær 50 milljarða markinu

Búið er að ná í 50 milljarða smáforrita í netverslun Apple. Sá heppni fékk 10 þúsund dala inneign í AppStore.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Apple tilkynnti í gær að þeim merka áfanga sé nú náð að búið er að hala niður 50 milljörðum smáforrita úr netverslun fyrirtækisins AppStore. Fimm ár eru síðan forritaverslunin fór í loftið og hafa netverjar því halað niður 10 milljörðum forrita á ári síðan þá. Bandaríska dagblaðið Los Angeles Times segir á vef sínum að sá heppni hafi fengið inneign hjá Apple í tilefni áfangans upp á 10 þúsund dali, jafnvirði rúmra 1,2 milljóna íslenskra króna.

Sá sem fékk gjafakortið var að ná sér í leikinn „Say the Same Thing“ en hann gengur út á það að reyna að finna sama orð og andstæðingur sinni. 

Stikkorð: Apple AppStore