Tæknirisarnir Apple og Google hafa í sameiningu gefið út rakningarforrit fyrir iPhone og Android farsíma sem gera á fólki viðvart hafi það umgengist einhvern sem greinist smitaður af kórónuveirunni. The Guardian greinir frá.

Apple og Google munu ekki notast við GPS tæknina þar sem mörgum hugnast illa að tæknirisar eða þjóðríki geti fylgst með ferðum fólks. Þess í stað verður notast við Blutetooth tæknina. Heilbrigðisyfirvöld í Þýskalandi og Alabama og Suður-Karólínu í Bandaríkjunum eru meðal þeirra sem lýst hafa yfir áhuga á að notast við forritið.

Heilbrigðisyfvöld sem höfðu hug á að nýta forritið , til að mynda í Kanada og Bretlandi, höfðu kallað eftir því að það þau fengju aðganga að upplýsingum úr forritinu. Þá vildu þau að forritið safnaði meiri upplýsingum, til að mynda um hvar fólk hefði verið nærri smituðum einstaklingum. Ekki verður hægt að sækja þær upplýsingar í forritinu sökum persónuverndarsjónarmiða að sögn tæknirisanna.

Á Íslandi var forritið Rakning C-19 gefið út sem stór hluti þjóðarinnar sótti. Notast var við GPS tæknina þar sem fólk gat veitt heilbrigðisyfirvöldum aðgang að upplýsingum um ferðum þeirra. Forritið reyndist þó ekki hafa úrslitáhrif við rakningu smita þó það hafi komið að gagni í sumum tilfellum.