Apple og Samsung hafa ákveðið að láta niður falla öll dómsmál sín utan Bandaríkjanna.

Samkeppnisaðilarnir tveir hafa átt í dómsmálum vegna einkaleyfum í níu löndum utan Bandaríkjanna, meðal annars í Bretlandi, Suður Kóreu, Japan og Þýskalandi.

Fyrirtækin, sem eiga ríkjandi markaðshlut í snjallsímum og spjaldtölvum, munu halda áfram að rífast í dómsölum Bandaríkjanna. Átök þeirra hófust er Apple lögsótti Samsung í byrjun ársins 2011 í Bandaríkjunum fyrir það að stela hönnun iPhone og iPad.

Síðan þá hefur suður kóreska fyrirtækið Samsung lögsótt Apple víða um heiminn utan Bandaríkjanna fyrir að stela einkaleyfum þeirra sem snéru að myndum, tónlist, og myndböndum. Apple svarði lögsóknunum með því að lögsækja Samsung til baka í sumum af löndunum. En nú hafa fyrirtækin bæði náð sátt um að ldraga þær málsóknir til baka.

Dómsmálum fyrirtækjanna tveggja er þó hvergi nær lokið. Apple hefur áður unnið tvö mál gegn Samsung á undanförnum árum og var Samsung gert að greiða fyrirtækinu 1,4 milljarð íslenskra króna fyrir að brjóta gegn einkaleyfum þeirra. Hins vegar var Apple einnig gert að greiða Samsung 16 milljónir íslenskra króna fyrir að brjóta gegn einkaleyfum þeirra. Samsung neitar þó sök og hefur sóst eftir 6 milljónum dollara, eða sem nemur um 650 milljónum íslenskra króna vegna annarra einkaleyfisbrota hjá Apple.