*

föstudagur, 19. júlí 2019
Erlent 28. júní 2018 11:04

Apple og Samsung slíðra sverðin

Apple og Samsung hafa loks bundið enda á deilu fyrirtækjanna sem snýst um einkaleyfisrétt á hönnun síma.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Apple og Samsung hafa loks samið um og bundið enda á sjö ára langa deilu fyrirtækjanna, en deilan snerist um einkaleyfisrétt sem tengist hönnun síma fyrirtækjanna.

Skilmálar samkomulagsins voru ekki gefnir út, en fyrir nokkrum vikum var Samsung dæmt til að greiða Apple 539 milljónir dollara í bætur, vegna meints stuldar á hönnun iPhone síma Apple.

Málið hefur velst um í dómskerfinu í Bandaríkjunum síðan árið 2011, en nú hafa fyrirtækin loks komist að samkomulagi um þessa deilu.

Stikkorð: Apple Samsung
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is