*

miðvikudagur, 24. júlí 2019
Erlent 16. nóvember 2015 11:04

Apple opnar búð knúna með sólarorku

Fyrsta Apple-verslunin í Singapúr mun opna á næsta ári, og mun ganga fyrir endurnýjanlegri orku.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Tæknirisinn Apple hefur nú tilkynnt um opnun fyrstu verslunar sinnar í suður-asíska borgríkinu Singapúr.

Verslunin verður alfarið knúin af endurnýjanlegri orku sem fengin verður úr sólargeislunum sem baða borgina á hverjum degi.

Sólarorkufyrirtækið Sunseap Group staðfesti að unnið væri að því að setja upp sólarsellur á 800 byggingarþökum víða um borgina í tilefni verslunarinnar.

Apple, hinsvegar, hefur ekki viljað staðfesta opnunartíma eða staðsetningu búðarinnar væntanlegu.

Stikkorð: Tim Cook Apple iPhone 6s Singapúr Írland iMac Sólarorka iPhone