Tæknirisinn Apple hefur nú tilkynnt um opnun fyrstu verslunar sinnar í suður-asíska borgríkinu Singapúr.

Verslunin verður alfarið knúin af endurnýjanlegri orku sem fengin verður úr sólargeislunum sem baða borgina á hverjum degi.

Sólarorkufyrirtækið Sunseap Group staðfesti að unnið væri að því að setja upp sólarsellur á 800 byggingarþökum víða um borgina í tilefni verslunarinnar.

Apple, hinsvegar, hefur ekki viljað staðfesta opnunartíma eða staðsetningu búðarinnar væntanlegu.