Tæknitítaninn Apple hyggst ráða 1.000 manns í alþjóðlegar starfsstöðvar sínar í Cork á Írlandi.

Starfsfólkið mun vinna við framleiðslu, þjónustu við kúnna, fjármál og framboðskerfi, segir á vef AppleInsider.

Embættismenn Cork eru heldur betur sáttir með þessa ákvörðun Apple.

Þeir hafa sagt að það sé merki um traustið sem eitt stærsta félag heims leggur á írska hagkerfið þegar það ákveður að stækka við sig og ráða fleira fólk.

Verksmiðjan í Cork, sem framleiðir iMac-borðtölvur, er sú eina í heiminum sem er alfarið í eigu Apple sjálfs.