Bandaríska tæknifyrirtækið Apple hefur ráðið Paul Deneve, fyrrverandi forstjóra franska tískuhússins Yves Saint Lauren. Hann mun sinna því sem Apple segir vera sérstök verkefni. Erlendir fjölmiðlar ýja að því að Apple ætli að feta sig inn á nýjar brautir, hugsanlega í tískugeiranum.

Á vef tímaritsins Fast Company segir að Apple hafi tryggt sér vörumerkið iWatch í Mexíkó, Taívan, Tyrklandi og Kólumbíu og megi því allt eins reikna með að fyrirtækið ætli sér að setja á markað snjallúr undir vörumerkinu.