Tæknirisinn Apple hefur svarað ásökunum um að framleiðendur fyrirtækisins í Kína valdi mengun. Apple segist vinna samkvæmt hæstu stöðlum um félagslega ábyrgð.

Apple svarar þannig ásökunum náttúruverndarsinna í Kína sem saka Apple um að menga mikið. Í frétt BBC segir að kínversk fyrirtæki hafi oft verið gagnrýnd fyrir að einblína á framleiðni á kostnað umhverfisins.

Í skýrslu sem náttúruverndarsamtökin í Kína gáfu nýlega út er það fullyrt að íbúar borgarinnar Taiyan eigi erfitt með að opna glugga vegna gasmengunar sem stafar af framleiðslu verksmiðju þar í borg.

Apple segir að ströngum reglum sé fylgt í öllum verksmiðjum félagsins. Þó eru vísbendingar um að nokkrir framleiðendur víðsvegar um heiminn hafi ekki fylgt eftir settum reglum.