Bandaríska hátæknifyrirtækið Apple hefur sent út boð á viðburð sem fyrirtækið ætlar að halda 9. september næstkomandi. Ekkert hefur verið gefið upp um það hvað muni þar líta dagsins ljós og er það heldur ekki gert í boðinu.

Bandaríska dagblaðið Wall Street Journal segir um málið á vef sínum að líklegast sé - eins og margoft áður hefur komið fram - að þar verði næsta kynslóð iPhone síma Apple verða kynntir. Gert er ráð fyrir því að símarnir verði tveir, einn sem er álíka stór og iPhone 5S og stærri gerð sem verði í kringum 5 tommurnar. Þá segir blaðið líklegt að Apple muni svipta hulunni af snjallúrinu iWatch og IOS 8-stýrikerfið.

Auglýsingin frá Apple.
Auglýsingin frá Apple.