Sölumet hefur verið slegið hjá Apple Computer, en 1,61 milljón Macintosh tölvur voru seldar á fjórða ársfjórðungi fjárhagsársins, segir fjármálastjóri Apple, Peter Oppenheimer.

Mikil aukning í sölu varð samhliða opnun skóla, en sala á fartölvum jókst um 56% og seldust næstum ein milljón eintaka, segir í frétt Dow Jones.

Fyrra met í sölu á Macintosh tölvum var 1,38 milljónir eintaka árið 2000. Hagnaður Apple nam 62 sentum á hlut og námu tekjur fyrirtækisins 4,84 milljörðum Bandaríkjadala (330 milljörðum króna.)