Apple á í viðræðum við Tidal um að festa kaup á tónstreymiþjónustunni. Apple rekur þegar sína eigin þjónustu, Apple Music, og myndu kaupin því styrkja stöðu tæknirisans bandaríska á tónstreymiþjónustumarkaðnum á heimsvísu.

Tónstreymiþjónustumarkaðurinn hefur tekið á sig nokkuð fasta mynd á síðustu árum. Stærstu þjónusturnar eru Spotify, Apple Music og Tidal. Spotify er sænskt fyrirtæki og það sem hefur flesta notendur, 30 milljónir manns. Allir geta hlustað á Spotify án áskriftar en heyra þá auglýsingar í staðinn.

Apple Music hefur farið hratt vaxandi á markaðnum. Þjónustan var sett á laggirnar síðari hluta árs 2015 og er hvað næst Spotify þegar kemur að fjölda notenda í áskrift, hafandi 15 milljón manns í áskrift. Tidal, hins vegar, hefur fæsta notendur þessarra þriggja streymiþjónusta, en þó hefur þjónustan 4,6 milljónir notenda.

Tidal var keypt af Jay-Z, rapparanum bandaríska á síðasta ári, og hefur það helst fram yfir aðrar þjónustur að hún stærir sig af því að bjóða upp á hin bestu hljómgæði, sem hugsast getur, í svokölluðu FLAC-formi.

Áhugavert verður að sjá hvort kaupin ganga í gegn, en þau myndu gefa Apple fullt samningsaðgengi að listamönnum á borð við Rihanna og Beyoncé, sem hingað til hafa samið fyrst og fremst við Tidal um streymi á efni sínu.