Richard Williamson, forstöðumanni hjá Apple sem var yfir þeirri deild sem bjó til Maps-leiðsagnarkerfið fyrir iPhone-síma og iPad-tölvur, hefur verið sparkað. Ástæðan fyrir uppsögninni er sú að kortakerfið hefur gagnast fremur illa og þótt allt annað er áreiðanlegt. Dæmi munu vera um að þeir sem hafi farið eftir því hafi endað för sína úti í móa eða annarri vegleysu. Eins og Bloomberg-fréttaveitan lýsir málinu þá var það almennt mat Apple-manna að svo slæmur galli hafi frekar verið til þess fallinn að skaða orðspor Apple en bæta það.

Williamson er ekki sá fyrsti til að fá reisupassann í Map-deild Apple en Scott Forstall, höfundur Map-kerfisins, var látinn fara í síðasta mánuði eftir að hann neitaði að gangast við því að kerfið væri gallað.

Map-hugbúnaðurinn hefur verið í öllum iPhone-símum Apple frá því þeir litu dagsins ljós árið 2007. Nú hefur fyrirtækið hins vegar á takteinum að fjarlægja það.