Bandaríski tæknirisinn Apple hefur verið sýknaður af ákæru um samkeppnislagabrot í Bandaríkjunum. BBC News greinir frá málinu.

Deilan nær aftur til ársins 2006 og snerist um uppfærslu sem fyrirtækið gaf út fyrir tónlistarforritið iTunes. Uppfærslan fól í sér að aðeins iPod-tæki gátu spilað tónlist sem keypt var í forritinu. Var því haldið fram að fyrirtækið hefði brotið samkeppnislög með þessu, og kröfðust neytendur 350 milljóna dala í skaðabætur.

Kviðdómur í Kaliforníu komst hins vegar að því að Apple hefði engin lög brotið og sýknaði því fyrirtækið.