Evrópusambandið skyldar Apple til að greiða 13 milljarða evra í bætur - eða 1.707 milljarða króna í afturvirka skatta á Írlandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Evrópusambandinu sem send var út í dag.

Eins og kom fram í frétt VB.is um málið í gær þá var þetta yfirvofandi. Haft er eftir Margrethe Vestager, sem er yfir samkeppnismálum hjá ESB að aðildarríki sambandsins geti ekki veitt ákveðnum fyrirtækjum skattaafslætti á ólögmætan hátt.

Apple mun áfrýja

Málið hefur verið rannsakað frá árinu 2014 og er niðurstaðan sú að Írar hafi lækkað skatta Apple í Írlandi.

Í tilkynningu frá Apple kemur fram að niðurstaðan hefði mjög slæm áhrif. Telur fyrirtækið að ESB hafi neikvæð áhrif á fjárfestingu og störf í Evrópu. Einnig er tekið fram að Apple fylgi lögum og borgi skatta þegar eigi að borga þeim. Vill fyrirtækið einnig áfrýja dómnum. Undir þetta tekur írska ríkisstjórnin.