Phil Schiller
Phil Schiller
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Apple þarf ekki á neinum auglýsingum að halda þegar fyrirtækið kynnir nýjar vörur. Markaðsstjóri Apple, Phil Schiller, greindi frá þessu í réttarhöldum Apple og Samsung. Þar kom fram að fyrirtækið hefði ekki þurft á neinum auglýsingum að halda um tíma  þegar iPhone var settur á markað árið 2007.

Apple treystir heldur á fjölmiðlafárið í kringum nýjar vörur og jákvæð ummæli. Einnig setur fyrirtækið vörur sínar í sjónvarpsþætti og kvikmyndir þar sem frægir leikarar nota vörurnar.

Talsmenn Apple hafa lítið viljað tjá sig um markaðsmál fyrirtækisins og því þótti áhugavert að heyra markaðsstjóra fyrirtækisins lýsa þessu yfir. Þetta kemur fram  á vef Business Insider.