Ein af fyrstu tölvum Apple seldist fyrir jafnvirði 671.400 dali, rúmar 83 milljónir íslenskra króna, hjá uppboðshúsi Beker í Þýskalandi í dag. Þetta er dýrasta Apple-tölva sem selst hefur á uppboði.

Ekki er um að ræða neina fjöldaframleiðslu heldur eina af þeim 50 Apple 1-tölvum sem til eru. Aðeins sex eru taldar í góðu lagi, þar á meðal sú sem boðin var upp í dag.

Steve Wozniak sem stofnaði Apple ásamt Steve Jobs setti tölvuna saman ásamt 49 öðrum sömu gerðar í bílskúr foreldra Jobs árið 1976. Jobs bjó til leiðbeiningabæklings sem fylgdi með tölvunni á uppboðinu.

Bandaríska dagblaðið The New York Times fjallar ítarlega um málið.