Apple hefur viðhaldið sæti sínu sem verðmætasta vörumerki heims samkvæmt könnun markaðsrannsóknarfyrirtækisins Millward Brown. Vörumerkið er metið á 183 milljarða dollara sem er 19% aukning frá því fyrir ári. Það þýðir að verðmæti vörumerkisins er 37% af markaðsvirði Apple.

Hástökkvarinn er Facebook sem er metið á 82 milljarða dollara en verðmæti vörumerkisins jókst um 74% í 33,2 milljarða dollara eftir nýafstaðið hlutafjárútboð.

IBM tók við af Google sem næstverðmætasta vörumerkið en Microsoft heldur 5. sætinu áfram.

  1. Apple
  2. IBM
  3. Google
  4. McDonald's
  5. Microsoft
  6. Coca-Cola
  7. Marlboro
  8. AT&T
  9. Verizon
  10. China Mobile